Food & Fun stjörnum prýdd í ár

Samsett mynd

Mat­ar­hátíðin Food & Fun hefst í dag í allri sinni dýrð en mik­ill fjöldi þekktra gesta­kokka sem hafa verið að slá í gegn úti í heimi er hingað mætt­ur til þess að leika sér með ís­lensk hrá­efni sem blandað er listi­lega sam­an við þeirra eig­in hefðir og hrá­efni. Það er engin spurning að hér verða á ferðinni einstakar matarupplifanir sem eiga eftir að skila eftir sig góðar minningar fyrir þá sem njóta. Það má með sanni segja að Food & Fun matarhátíðin verði stjörnum prýdd í ár.

Hátíðin stend­ur fram á sunnudag og nú er tækifærið fyrir alla matgæðinga og áhugafólk um mat og matargerð til að bragða á spenn­andi nýj­ung­um og styðja um leið matarhátíðina sem eflir og lyftir ís­lenskri mat­ar­menn­ingu á hærra plan.

Hér gef­ur að líta lista yfir veit­ingastaðina sem taka þátt og gesta­kokk­ana sem þar verða.

All­ar borðabók­an­ir fara fram í gegn­um Dineout.

Oscar De Matos verður á Apótek Kitchen & Bar.
Oscar De Matos verður á Apótek Kitchen & Bar.

Apotek Kitchen Bar

Oscar de Matos og Nadina Baumgartner mæta á Apótekið. Matos er upprunalega frá Barcelona en var alin upp bæði á Spáni og Portúgal. Í seinni tíð hefur hann orðið einn af frumkvöðlum matarsennunnar í Lucerne, en hann er einna þekktastur fyrir störf sín á hinum goðsagnakennda veitingastað “El Bulli”. Matreiðsla hans er litrík blanda af uppvaxtarárum hans á Spáni, og áhrifum af ferðalögum hans á austari slóðir. Þegar hann var 38 ára hlaut hann viðurkenningu frá GaultMillau, einu virtasta matartímariti heims, þar sem hann hlaut eina hæstu einkunn sem tímaritið gefur og umsögn sem hrósaði gríðarlegum hæfileikum hans og leið hans að fullkomnun.

Eiginkona hans, Nadine, er einnig viðskiptafélagi hans og sér um allt það sem gerist fyrir framan eldhúsið. Hún hefur sinnt störfum veitingastjóra og tekið á móti gestum á veitingastöðum þeirra hjóna, nú síðast á „Maihöfli”.

Jesper Krabbe verður á Brút.
Jesper Krabbe verður á Brút.

Brút

Jesper Krabbe verður gestakokkur á Brút í ár. Krabbe er góðkunningi Food & Fun hátíðarinnar en þetta er fjórða skiptið sem hann tekur þátt. Í tvö skipti kom hann sem aðstoðarkokkur Paul Cunningham af Henne Kirkeby Krå, og í eitt skipti kom hann á eigin vegum og stóð uppi sem Food & Fun kokkur ársins. Hann sneri svo aftur árið 2023 og var matseðillinn hans af mörgum talinn einn sá besti á hátíðinni það árið. Matseldin hans Jespers snýst að mestu leyti um val á fyrsta flokks hráefnum úr nærumhverfi. Matseldin hans Jesper er létt og nútímaleg þar sem einfaldleikinn ræður för. Mikið er lagt upp úr góðum og kraftmiklum brögðum og hefur Jesper fullan skilning á fjölbreyttum bragð samsetningum.

Jesse Miller verður á Duck & Rose.
Jesse Miller verður á Duck & Rose.

Duck & Rose

Jesse Miller mun sýna listir sínar í eldhúsinu á Duck & Rose. Miller er yfirkokkur á veitingastaðnum Pennyroyal Station í Mt. Ranier hverfi Washington D.C. og góðkunningi Food & Fun hátíðarinnar. Bakgrunnur hans er í listageiranum þar sem hann var á góðri leið að verða atvinnulistmálari þegar ástríðan á mat og lífið í eldhúsinu dró hann til sín. Síðan þá hefur listamaðurinn í honum fengið útrás í eldhúsinu þar sem hann var m.a. á bak við hinn geysivinsæla veitingastað Bar Pilar í Washington D.C.

Matreiðsla Miller á Bar Pilar sækir innblástur frá nærliggjandi sveitum og birgjum með áherslu á ferska, árstíða- og staðbundna vöru. Réttirnir eru einfaldir en jafnframt ævintýralegir og breytast í takt við framboðið hverju sinni, sem er einmitt hluti af ævintýrinu.

Jakob Lyngso verður á Eiríksson.
Jakob Lyngso verður á Eiríksson.

Brasserie Eiríksson

Jakob Lyngsö verður á Brasserie Eiríksson. Lyngsø er á hraðri uppleið sem einn af hæfileikaríkustu ungu kokkum Danmerkur og hefur undanfarið getið sér gott orðspor sem yfirkokkur á hinum geysivinsæla Bistro Boheme í Kaupmannahöfn. Á Bistro Boheme fá gestir að njóta samruna franskra matarhefða og danskrar hlýju, og er staðurinn fullkominn vettvangur fyrir vandvirkni Jakobs og nýja sýn hans á hefðbundna franska rétti.

Bistro Boheme opnaði dyrnar árið 2007 og hefur frá opnun notið mikilla vinsælda og velgengni í Kaupmannahöfn. Heilinn á bak við Bistro Boheme, og drifkrafturinn í öllu sem þar gerist, er hinn einstaki og geðþekki meistarakokkur Per Thøstesen. Á Bistro Boheme snýst allt um að veita gestum matarupplifun í hæsta gæðaflokki ásamt því að mikil áhersla er sett á framúrskarandi þjónustu. Bistro Boheme var valinn “Best Bistro Brasserie” 2009, 2012, 2016 & 2020, “Restaurant Manager of the Year” 2014 & 2020, “Wine list and sommelier of the year” árið 2021 og “Waiter of the Year 2018”.

Tom Cook verður á Finnsson Bistro.
Tom Cook verður á Finnsson Bistro.

Finnsson Bistro

Tom Cook verður gestakokkur á Finnsson Bistro í ár. Vegferð Cook hófst undir leiðslu hins virta matreiðslumanns Gary Rhodes, sem leiddi fljótlega af sér Michelin stjörnu á veitingastaðnum City Rhodes. Hann fínstillti síðan hæfileika sína hjá Le Gavroche og The Capital Hotel, þar sem hann tileinkaði sér rólegan leiðtogastíl Michel Roux Jr. Leið hans lá í kjölfarið til Parísar þar sem hann bætti sérstaklega við þekkingu sína í eftirréttum. Eftir París hélt Cook til Sydney þar sem hann tók stöðu „sous chef“ á veitingastaðnum Pier.

Þegar Cook sneri aftur til London, tók hann við keflinu á veitingastaðnum Tom Aikens og síðar Le Pont de la Tour, þar sem hann setti á fót einstaklega vinsæl matreiðslunámskeið. Sem yfirkokkur á Skylon, og nú síðast Smith & Wollensky, heldur Cook áfram að heilla með framúrskarandi matreiðslu á úrvals steikum og áherslu á frábæra þjónustu.

Victor Planas verður á Fiskmarkaðinum.
Victor Planas verður á Fiskmarkaðinum.

Fiskmarkaðurinn

Victor Planas er gestakokkurinn á Fiskmarkaðinum í ár en hann kom líka í fyrra. Plans gæti verið mörg­um sól­arþyrst­um Íslend­ing­ur kunn­ug­ur, en hann er yfir­kokk­ur og einn eig­enda á ein­um besta veit­ingastað Tenerife, Kensei Contemporary Japanese á Hotel Bahía del Duque. Á Kensei fá gest­ir að njóta sér­fræðikunn­áttu Victor á jap­anskri mat­ar­gerð í bland við sköp­un­ar­gáfu inn­blás­inni úr nærum­hverf­inu. Victor legg­ur mikla áherslu á að nota ein­göngu besta hrá­efni sem völ er á þegar kem­ur að því að skapa rétti sem heiðra bæði hefðbundna og ný­stár­lega jap­anska mat­reiðslu. Réttirnir hans fanga bæði augu og munn á einstakan hátt og hafa hlotið verðskuldaða athygli.

Henrik Jyrk verður á Fröken Reykjavík.
Henrik Jyrk verður á Fröken Reykjavík.

Fröken Reykjavík

Kokkurinn Henrik Jyrk verður gestakokkurinn á Fröken Reykjavík. Jyrk er í miklum metum í heimaborg sinni Kaupmannahöfn þar sem hann hefur hlotið mikið lof fyrir að blanda saman hefðbundnum og nútímalegum matarhefðum sem sækja innblástur í Norræna og asíska matargerð.

Í fyrri störfum sínum hefur Jyrk hlotið fjölda viðurkenninga í gegnum tíðina. Veitingastaður hans KUL var valinn “Best Bistro” í Danmörku árið 2014, og veitingastaðurinn Naes var valinn besti veitingastaður Danmerkur utan Kaupmannahafnar. Hann var einnig á bak við veitingastaðinn IBU sem var þekktastur fyrir asíska „fusion“ matseld, og hlaut nafnbótina “Best Exotic Spicy Restaurant í Danmörku” árið 2018. Jyrk er tvöfaldur sigurvegari vinsælustu matreiðslukeppni Danmerkur “Sol over Gudhjem” og er einnig reglulegur gestur í morgunsjónvarpsþættinum “Go Morgen Danmark”.

Í fyrra starfi sínu sem eigandi og yfirkokkur á veitingastaðnum KUL, hlaut Jyrk fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, þar á meðal “Best Bistro” í Danmörku árið 2014.

Robin Gill verður á Grillmarkaðinum.
Robin Gill verður á Grillmarkaðinum.

Grillmarkaðurinn

Robin Gill verður gestakokkur á Grillmarkaðnum í ár. Gill er Íri sem hóf feril sinn á La Stampa í Dublin. Eftir það hélt hann til stórborgarinnar London þar sem hann starfaði á þriggja stjörnu stað Marco Pierre White, The Oak Room. Að því loknu hélt hann til Ítalíu, þar sem hann vann á Don Alfonso. Eftir það ævintýri snéri hann aftur til London og starfaði með Raymond Blanc í nokkur ár. Hann heillast mjög af skandinavísku eldhúsi og hefur eytt tíma í eldhúsum eins og Noma í Kaupmannahöfn og Frantzén/Lindeberg í Stokkhólmi.

Gill ásamt konu sinni, Sarah Gill, er stofnandi samstæðunnar Gill Soul Co, sem samanstendur af veitingastöðum víðs vegar um London. Gill Soul Co. samanstendur af úrvali staða, sem hver hefur sinn einstaka eiginleika. Veitingastaðir keðjunnar eru ítalski veitingastaðurinn Sorella í Clapham, Darby’s, sem er ostrubar, bakarí og grill í Nine Elms, Rye by the Water, bakarí í Brentford, Bottle & Rye í Brixton sem sækir innblástur í fjölmörgu bistro Parísarborgar, Ruben's Reubens, BBQ staður í Brixton, og Birch, lífsstílshótel í Hertfordshire þar sem allur matur er ræktaður á landareigninni.

Árið 2018 gaf Gill út sína fyrstu matreiðslubók, „Larder“, sem beinir sjónum að hugmyndum hans um „beint af býli“. Hann er einnig forsprakki hinna goðsagnakenndu Blood Shot kvöldverðaklúbba sem nýlega voru opnaðir fyrir almenningi.

Maurizio Bardotti verður á La Primavera í Marshalls-húsinu.
Maurizio Bardotti verður á La Primavera í Marshalls-húsinu.

La Primavera Marshall-húsinu

Maurizio Bardotti verður gestakokkurinn á La Primavera í ár. Bardotti er ítalskur matreiðslumeistari frá Toskanahéraði. Hann hóf feril sinn á sögufrægum veitingastöðum víðsvegar um héraðið, þar sem hann náði sér í sérfræðikunnáttu í klassískum ítölskum matarhefðum. Til að þróa kunnáttu sína enn frekar starfaði Bardotti á Michelin stjörnu veitingastöðum víðs vegar um Ítalíu, en einnig með viðkomu í Frakklandi.

Á þrítugsaldri var Bardotti kominn í stöðu yfirkokks, og hlaut sína fyrstu Michelin-stjörnu árið 2015 og aðra árið 2019. Nú stýrir hann eldhúsinu á Passodopopasso í Castellina in Chianti, í eigu Rocca delle Macìe. Ásamt því er Maurizio að undirbúa opnun Oltre, veitingastaðar sem lofar miklum nýjungum í matarupplifun.

Michael Rafidi verður á Sumac.
Michael Rafidi verður á Sumac.

Sumac

Michael Rafidi verður gestakokkur á Sumac í ár. Rafidi er yfirkokkur og eigandi veitingastaðarins Albi í Washington D.C. Matseld hans endurspeglar skapandi nálgun á hefðbundinni arabískri matargerð, þar sem nútímalegar aðferðir eru notaðar til að nýta besta hráefni sem nærumhverfið hefur uppá að bjóða. Innblásinn af rótum fjölskyldu sinnar í Ramallah, Palestínu, og heimilismat ömmu sinnar og afa, starfaði Rafidi á mörgum af bestu veitingastöðum Bandaríkjanna áður en hann opnaði Albi snemma árs 2020.

Rafidi var útnefndur Kokkur ársins af Eater DC árið 2017. Hann var valinn sem einn af rísandi stjörnum ársins 2018, og svo sem einn af matreiðslumönnum ársins 2020 Á RAMMY verðlaunahátíðinni í Washington. Árin 2022 og 2023 var hann tilnefndur sem kokkur ársins af James Beard Foundation í Bandaríkjunum sem eru af mörgum talin Óskarsverðlaunin í matvæla og veitingageiranum þar í landi. Í maí 2022 hlaut veitingastaðurinn Albi sína fyrstu Michelin-stjörnu.

Mattia Ricci verður á Sushi Social.
Mattia Ricci verður á Sushi Social.

Sushi Social

Mattia Ricci verður gestakokkur á Sushi Social í ár. Ricci er yfirkokkur á einum vinsælasta veitingastað Lundúna, Sexy Fish, og hefur verið í þeirri stöðu undanfarin 5 ár. Ricci finnur innblástur að miklu leyti úr barnæsku sinni þar sem hann eyddi miklum tíma í eldhúsinu með ömmum sínum. Matarheimspeki Ricci leggur mikla áherslu á reyna að skapa eitthvað algerlega nýtt og spennandi úr einföldum hráefnum, og hefur getið sér gott orðspor fyrir nýstárlega nálgun sína á klassískum réttum. Ricci nefnir Björn Weissberger sem þann aðila sem hefur haft mest áhrif á hann sem matreiðslumann, og lítur á Ferran Adria, Massimo Bottura og David Munoz sem þá kokka sem hafa veitt honum mestan innblástur á sínum ferli.

Sexy Fish er af mörgum talinn vera flottasti veitingastaður Lundúna, en einnig hafa opnað Sexy Fish veitingastaðir í Miami og nú nýverið í Manchester. Sexy Fish veitingastaðirnir eru jafn þekktir fyrir útlitið og þeir eru fyrir matseld, en þegar kemur að hönnun staðanna og upplifun gesta er engu til sparað.

Hugo Orzoco verður á Tres Locos.
Hugo Orzoco verður á Tres Locos.

Tres Locos

Hugo Orozco verður gestakokkur á Tres Locos. Matarvegferð Orzoco hófst í verslun fjölskyldu hans í Guadalajara, Mexíkó, þar sem æska hans mótaðist að miklu leyti af upplifunum í kringum mat. Orzoco er að mestu sjálflærður, og var hans fyrsta reynsla af veitingabransanum þegar hann þjónaði til borðs á Riviera Nayarit, en fljótlega fann hann sig í eldhúsi veitingastaðarins.

Orozco stofnaði síðar meir veitingastaðinn La Slowteria í Guadalajara, þar sem hann sótti innblástur í aldagamlar matarhefðir svæðisins og færði yfir í nútímalegri búning. Öll matseld á La Slowteria hefur sjálfbærni að leiðarljósi og að sækja hráefni í nærumhverfið. Orozco ákvað svo að taka La Slowteria á ferðalag og opnaði staðinn fyrst í Tulum, og síðar meir í Carroll Gardens í Brooklyn, New York. Í Brooklyn fann hann sinn samastað og þróaði veitingastaðinn í átt að bragðlaukum borgarbúa sem lofuðu hvert einasta taco sem hann reiddi fram. Nú heldur hann til á veitingastaðnum Cruz del Sur þar sem hann leggur áherslu á heimilislegan mat þar sem litríka mexíkóska sköpunargleðin fær sannarlega að njóta sín.

Cameron Reynolds verður á Grand Restaurant.
Cameron Reynolds verður á Grand Restaurant.

Grand Restaurant

Cameron Reynolds verður gestakokkur á Grand Restaurant í ár. Reynolds er breskur matreiðslumaður sem starfar á hinum margrómaða veitingastað Hide í London. Hide er af mörgum talinn vera einn besti veitingastaður Lundúnarborgar og ber með sér eina Michelin stjörnu því til staðfestingar. Áður en hann hóf störf á Hide í september árið 2020 hafði Reynolds starfað víðsvegar um London, en þar má helst nefna veitingastaðina, South Place Hotel, L’oscar London, The Goring, ásamt því að hann starfaði innan Marlon Abela vetingasamstæðunnar sem rak veitingastaðina Umu og Greenhouse í Mayfair hverfi London sem báðir hlutu 2 Michelin- stjörnur.

Pedro Pena Bastos verður á Skreið.
Pedro Pena Bastos verður á Skreið.

Skreið

Pedro Pena Bastos verður gestakokkur á veitingastaðnum Skreið í ár. Bastos er einn af fremstu einstaklingunum í nýrri bylgju portúgalskra matreiðslumanna. Þegar hann var einungis 24 ára gamall, var hann orðinn yfirkokkur á veitingastaðnum Esporão í bænum Alentejo, þar sem hann sýndi frábæra takta í nýtingu á hráefni úr nærumhverfinu og hlaut mikla viðurkenningu fyrir matreiðslu sína þar á bæ. Í kjölfarið gafst honum tækifæri á að opna veitingastaðinn Ceia, í Lissabon, lítinn 14 sæta veitingastað sem á sínum tíma var á lista yfir 50 bestu veitingastaði heims.

Nýverið tók hann yfir eldhúsinu á Four Seasons Ritz í Lissabon, þar sem hann sótti Michelin stjörnu eftir eingöngu 8 mánuði í starfi. Utan eldhússins má finna Bastos í tökum á MasterChef, á bakvið trommusett, eða að njóta gæðastunda með fjölskyldu sinni. Bastos er svo sannarlega einn af áhugaverðustu kokkum sinnar kynslóðar og á stóran þátt í að ýta portúgalskri matarmenningu í sviðsljósið á heimsvísu.

Ricardo Acquista verður á VOX.
Ricardo Acquista verður á VOX.

Vox

Ricardo Acquista er gestakokkurinn á Vox í ár. Kokkurinn Acquista, er argentínskur kokkur sem hefur rutt sér rúms í vetingastaðasenunni á ferli sem spannar yfir 16 ár. Nýverið opnaði hann tvo nýja og spennandi veitingastaði í hjarta Madrid, Rural og Estimar, sem eru staðsettir steinsnar frá hvor öðrum. Acquista, í samstarfi við viðskiptafélaga sinn, Rafa Zafra, hefur skapað einstaka stemningu á þessum stöðum, með því að sameina það besta úr hafi og haga á matseðlinum.

Acquista, skerpti hæfileika sína undir leiðsögn matreiðslumeistarans Ferran Adrià, skapara hins goðsagnakennda El Bulli. Ricardo hefur komið víða við á Spáni, allt frá Ibiza til Barcelona og núverið heldur hann til í Madrid. Á Rural og Estimar sýnir Ricardo greinilega skuldbindingu sína við gæði og nýsköpun í matargerð, og hefur fest sig í sessi sem einn af forystumönnum spænskrar matargerðar.

Mikko Pakola verður Kársnes Bistro.
Mikko Pakola verður Kársnes Bistro.

Brasserie Kársnes

Mikko Pakola er gestakokkur á Brasserie Kárnes. Pakola er finnskur kokkur sem hefur skapað sér nafn í Turku, Finnlandi, á annálaða veitingastaðnum Smör. Með glæsilegan feril að baki, sem inniheldur störf í Michelin eldhúsum líkt og OLO í Helsinki, hefur Pakola sannað sig sem einn af fremstu kokkum Finnlands. Á vegferð sinni hefur hann komið víða við, og má nefna að hann hafi verið meðlimur finnska kokkalandsliðsins frá 2013 - 2023, og í öðru sæti í finnsku undankeppni Bocuse d’Or. Árið 2024 var Mikko svo útnefndur sem „Head Chef of the Year“ í Finnlandi.

Matarheimspeki Pakola er rótgróin í virðingu hans fyrir náttúrunni og því sem hún hefur upp á að bjóða. Hann leggur mikla áherslu á að hver réttur sé spennandi samspil mismunandi þátta, þar sem hvert hráefni fær að njóta sín á undraverðan hátt. Mikko hefur einna mest gaman að því að skapa flóknar, þróaðar aðferðir í matreiðslu sinni, og bjóða gestum í ógleymanlega matarupplifun. Með Pakola kemur „sous chef“ Sivi Saarivita, en hún er í stöðu Head Pastry á veitingastaðnum Smör. Fyrir það vann hún á veitingastaðnum Nokka.

Jonathan Morales og Sabrina Goldin verða á OTO.
Jonathan Morales og Sabrina Goldin verða á OTO.

OTO

Jonathan Morales og Sabrina Goldin verða gestir á OTO í ár. Morales er yfirkokkurinn á veitingastaðnum Carboni´s í París. Hann hóf feril sinn sem Chef de Partie, en fljótlega var farið að taka eftir hæfileikum hans og sköpunargleði og hann vann sig fljótt upp þar til hann tók við stöðu aðstoðarkokks á veitingastaðnum Cantina í París, áður en hann færði sig yfir í stöðu yfirkokks á Carboni’s. Sem yfirkokkur á staðnum hefur Morales verið lykilaðili í að móta upplifunina á Carboni´s með því að koma á framfæri hans einstöku aðferðum við að blanda saman hefðbundinni matargerð við nútímalega. Undir hans leiðsögn hefur Carboni´s haldið áfram að þróast í hinar ýmsu áttir, og nýverið breytti staðurinn um gír og færði sig yfir í ítalska matargerð undir heitinu Carboni’s. Árangur Carboni´s og Morales hefur haldist vel í hendur og á stuttum tíma hefur Morales náð að skapa sér nafn sem einn af mest spennandi kokkum Parísarborgar.

Með honum kemur Sabrina Goldin, eigandi og heilinn á bakvið útlit veitingastaðarins og upplifun gesta. Á meðan Jonathan leikur listir sínar í eldhúsinu má finna Goldin í salnum að halda partíinu gangandi og tryggja það að allir njóti til hins ýtrasta.

M. Osman Sezener verður á Tides á The Edition Hótelinu.
M. Osman Sezener verður á Tides á The Edition Hótelinu.

Tides á The Reykjavík EDITION

M. OsmanSezene verður gestakokkurinn á Tides. Sezene er Michelin-stjörnukokkur mun töfra fram rétti með tyrkneskum áhrifum úr íslenskum hráefnum. Sezener er fæddur í Izmir, Tyrklandi og kafaði ofan í ást sína á matargerð í gegnum djúpstæðan áhuga á veitingahúsaviðskiptum fjölskyldu sinnar. Eftir menntun í ferðaþjónustu og hótelstjórnun, bætti hann enn frekar matreiðsluhæfileika sína í New York. Matarást hans er innblásin af þýskum og krítverskum ömmum hans þar sem hann sameinar með hráefni og bragð Tyrklands frá ýmsum svæðum.

Þegar Sezener sneri aftur til Izmir eftir að hafa unnið í virtu eldhúsum um allan heim, stækkaði Sezener Ristorante Pizzeria Venedik, fjölskylduveitingastað sinn, og kynnti ný vörumerki. Árið 2018 varð draumur hans að veruleika þegar OD Urla var hleypt af stokkunum, sem felur í sér matreiðsluheimspeki sem á rætur að rekja til „frá bæ til borðs“ og „núll sóun“. Frá upphafi hefur Sezener búið til árstíðabundnar uppskriftir með hágæða hráefni, annað hvort framleidd frá grunni eða frá staðbundnum veitendum, sem bjóða upp á sérstaka upplifun fyrir Urla-svæðið.

Beinir kastljósi sínu að svæðisbundnum vörum

Með nýstárlegri nálgun sinni knúði OD Urla áfram matreiðsluferð Sezener og árið 2021 hélt hann áfram að kanna ný verkefni. Má þar nefna „nútímalega sjávarréttaveitingastaðinn MA Urla á lóð hans, KITCHEN Bodrum í The Bodrum EDITION og Anhinga eftir OD í Six Senses Kaplankaya. Með því að leggja áherslu á sjálfbærni, lýsti Sezener, samhliða því að koma menningu Eyjahafssvæðisins á alþjóðlegan vettvang, yfir skuldbindingu sinni til að beina kastljósi að svæðisbundnum vörum í framtíðarverkefnum, sem felst í trú sinni: „Því staðbundnari sem við erum í okkar eigin landafræði, því alþjóðlegri verðum við."

Michelin-stjarna og Græn stjarna

Í viðurkenningu fyrir yfirburða matreiðslu vann Sezener og veitingastaðurinn hans OD Urla Michelin-stjörnu og Græna stjörnu fyrir sjálfbærniaðferð sína árið 2024. Að auki var veitingastaðurinn hans KITCHEN Bodrum í The Bodrum EDITION veitt Michelin stjörnu árið 2024. Frekari viðurkenningar fela í sér Gault Millau's Best Sustainability Award fyrir OD Urla, þéna 3 hatta og 2 hatta fyrir Kitchen Bodrum. Þessi virtu heiðurverðlaun undirstrikar hollustu Sezener til nýsköpunar í matreiðslu, sjálfbærni og einstakrar matarupplifunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert