Sturlað Miðjarðarhafs páskaegg

Þetta undursamlega páskaegg sem er tær eftirmynd af ananas ávöxt …
Þetta undursamlega páskaegg sem er tær eftirmynd af ananas ávöxt er skapað af matreiðslumeistaranum Jean Imbert og konditornum Fabrice Fernandes á hinu stórglæsilega Hotel Martinez í Cannes í Suður Frakkland. Samsett mynd

Þetta undursamlega páskaegg sem er tær eftirmynd af ananas ávöxt og skapað af matreiðslumeistaranum Jean Imbert og konditornum Fabrice Fernandes á hinu stórglæsilega Hotel Martinez í Cannes í Suður Frakklandi mun vekja athygli sælkerans.

Felur karamelluhjúpaðar Valencia möndlur

Páskaeggið afhjúpar ekki bara handverk listamanna, heldur er þessi sælkerasköpun innblásin af regnhlífafuru Miðjarðarhafsins, fallegum trjágróðri með myndarlegri krónu. Dökka súkkulaðiskorpan samanstendur af bragðgóðri möndlupralín, heimagerðu calisson deigi og er allt þakið fíngerðum súkkulaðiblöðum. Eggið felur karamelluhjúpaðar Valencia möndlur í hjarta eggsins sem gleðja matarfrömuði til hins ítrasta.

Eggið er fyrir sælkera sem munu gleðjast í hjarta sínu við hvern einasta bita sem hann mun leggja sér til munns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert