Sjö ráð sem þú þarft að vita á frönskum veitingastöðum

Franskur kúltúr eða siðir og menning í kringum franskan mat …
Franskur kúltúr eða siðir og menning í kringum franskan mat er einstaklega heillandi. Hér eru 7 góð ráð fyrir þá sem ætla að heimsækja franska veitingastaði. Samsett mynd

Franskur matur er ein helsta ástæða þess að ferðamenn flykkjast til Frakklands en þetta snýst ekki bara um það sem er á disknum. Það er jafnframt franskur kúltúr eða siðir og menning í kringum franskan mat.

Hér eru nokkur góð frönsk ráð:

Heilsa við innkomu

Þegar þú kemur inn á veitingastað, þá skaltu ávallt ávarpa starfsmenn með því segja „bonjour“ eða „bonsoir“.  Frakkar heilsa á þennan máta og búist við því sama frá gestum á öllum frönskum veitingastöðum.

Mætið tímanlega fyrir borðapöntun. Það þykir kurteisi að hringja til að hætta við borðapöntun ef þú kemst ekki af einhverjum ástæðum. Það er alltaf mælt með því að hringja til að staðfesta pöntunina með 24 klukkustunda fyrirvara eða svara tölvupósti hafir þú pantað á netinu og fengið staðfestingu eða áminningu frá veitingastaðnum.

Borðaðu eins og Parísarbúi

Ekki grípa í brauðið sem lagt er á borðið. Í Frakklandi er brauðið ætlað til að fylgja máltíðinni, ekki til að borða eins og forrétt. Þér verður ekki boðið smjör með brauðinu. Brauðið er geymt á borðinu við hliðina á disknum þínum, ekki á matardisknum.

Kampavínsfordrykkur

Þó að það sé vinsælt í Frakklandi þá er það ekki endilega dæmigert fyrir Frakka að panta einn fordrykk fyrir kvöldmat. Kampavínsglas er þó alltaf góður kostur ef svo ber undir!

Ekki bíða eftir reikningnum þínum

Í París, og í Frakklandi almennt, þá muntu venjulega ekki sjá reikninginn þinn nema þú biðjir um hann.

Segðu (l'addition, s'il vous plait) þegar þú nærð augnsambandi við þjóninn og biður um reikninginn. Greiddu reikninginn tafarlaust og haltu ekki borðinu eftir greiðsluna.

Garçon“ er ekki nafnið á þjóninum þínum

Garçon“ þýðir strákur á frönsku. Ávarpaðu ávallt þjóninn þinn annað hvort „Monsieur“ eða „Mademoiselle“. „Mademoiselle“ er notað fyrir ungar konur og kvenkyns þjóna á öllum aldri og vilja gjarnan heyra það nefnt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert