Níu rómverskar máltíðir og drykkir í Róm

Níu rómverskar máltíðir og drykkir sem þú verður að prófa …
Níu rómverskar máltíðir og drykkir sem þú verður að prófa ef þú skreppur til Rómarborgar. Samsett mynd

Á hverju götuhorni í heimsborginni Róm eru veitingahús að öllum gerðum og stærðum. Það eru í það minnsta níu rómverskar máltíðir og drykkir í Róm sem þú verður að prófa.

Í Rómarborg eru mörg gamalgróin og aðlaðandi veitingahús sem bjóða upp á frábæra þjónustu og fyrirtaks hráefni en inn á milli leynast auðvitað veitingahús eins og í öllum borgum sem geta ollið vonbrigðum. Hægt er að notast við leitarvélar til að lesa sér til um umsagnir. Hins vegar er vel setið veitingahús yfirleitt merki um að staðurinn sé þessi virði að setjast niður og panta sér mat og drykk.

Í nágrenni við þekkt kennileiti borgarinnar eru oft fyrirtaks áningarstaðir með borð utandyra þ.e.a.s. veitingastaðir eða kaffihús sem vert er prófa og fylgist með mannlífinu, virða fyrir sér falleg kennileiti og rómverskan arkitektúr sem og njóta góðra veiga.

Hér eru dæmigerðir rómverskir réttir og drykkir sem þú verður að prófa og setja á upplifunarlistann þinn. 

Cacio e Pepe

Cacio e Pepe klassískur rómverskur pastaréttur sem bragð er af.
Cacio e Pepe klassískur rómverskur pastaréttur sem bragð er af. Ljósmynd/Unsplash

Klassískur rómverskur pastaréttur með osti (cacio) og svörtum pipar (pepe).

Carbonara

Carbonara klassískur rómverskur pastaréttur.
Carbonara klassískur rómverskur pastaréttur. Ljósmynd/Unsplash

Annar klassískur rómverskur pastaréttur gerður með eggjum, osti, pancetta og svörtum pipar.

Suppli

Cacio e Pepe.
Cacio e Pepe.

Steiktar hrísgrjónakúlur (risotto) fylltar með ragù (kjöt- og tómatsósu) og mozzarella.

Rómversk pítsa - Pizza Romana

Pizza Romana er þunn skorpu pizza toppuð með einföldum en …
Pizza Romana er þunn skorpu pizza toppuð með einföldum en bragðmiklum hráefnum. Ljósmynd/Unsplash

Þunn skorpu pizza toppuð með einföldum en bragðmiklum hráefnum.

Saltimbocca alla Romana

Saltimbocca alla Romana guðdómlegar kálfakótelettur.
Saltimbocca alla Romana guðdómlegar kálfakótelettur.

Kálfakótelettur toppaðar með prosciutto og salvíu, soðnar í hvítvíni og smjöri.

Gelato

Gelato er ekta ítalskur ís eins og hann gerist bestur.
Gelato er ekta ítalskur ís eins og hann gerist bestur. Ljósmynd/Unsplash

Ekta ítalskur ís með ýmsum ljúffengu bragði eins og súkkulaði, pistasíu, tiramisu, stracciatella svo fáar tegundir séu nefndar.

Espresso

Kaffiunnendur fá besta kaffið í Róm, hefðbundinn expresso.
Kaffiunnendur fá besta kaffið í Róm, hefðbundinn expresso. Ljósmynd/Unsplash

Upplifðu ríkulega og djarfa bragðið af hefðbundnum ítalskum espressó. Blandið því saman við nýbökuð „Cornetto“ sem er ítalskt smjördeigshorn.

Lazio vín

Vínekran á Lazio svæðinu, þar á meðal koma Frascati og …
Vínekran á Lazio svæðinu, þar á meðal koma Frascati og Cesanese del Piglio. Ljósmynd/Unsplash

Skoðaðu staðbundin vín frá Lazio svæðinu, þar á meðal Frascati og Cesanese del Piglio.

Limoncello

Limoncello er frískandi líkjör með sítrónubragði.
Limoncello er frískandi líkjör með sítrónubragði. Ljósmynd/Unsplash

Frískandi líkjör með sítrónubragði, oftast drukkin eftir staðgóða máltíð og hjálpar til við meltinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert