Endurtaka leikinn með sérskreyttu páskaeggin

Eva María Hallgrímsdóttir hjá Sætum Syndum segir að sérskreyttu páskaeggin …
Eva María Hallgrímsdóttir hjá Sætum Syndum segir að sérskreyttu páskaeggin sem urðu til á tímum covid njóti enn þá mikillar hylli súkkulaðiunnenda. Samsett mynd

Sætar Syndir endurtaka leikinn frá því covid réð ríkjum og bjóða upp á sérskreyttu páskaeggin sem hafa slegið svo rækilega í gegn síðustu ár.

„Þegar við byrjuðum á þessu í covid varð þetta svo vinsælt að við ákváðum að halda uppteknum hætti til að koma til móts við súkkulaðiunnendur sem elska að fá að spretta sig í því að útbúa sitt eigið páskaegg,“ segir Eva María Hallgrímsdóttir, eigandi Sætra Synda.

Skreytingarsett með nammi og páskaunga

Í samstarfi við Góu munu Sætar Syndir bjóða upp á skreytingarsett fyrir páskana sem inniheldur páskaegg, nammi til að skreyta eggið út frá eigin hugmyndarflugi og að sjálfsögðu fylgir með nammi til að setja inn í eggið og páskaungi ásamt súkkulaði til að loka egginu og festa nammið á eggið. Eggin koma sem klassísk súkkulaðiegg en því miður er ekki í boði að fá mjólkurlaus egg eins og verið hefur.

Hér er tækifæri til að leyfa ungum sem öldnum að eiga skemmtilega samverustund saman, skapa sitt eigið páskaegg og gera það að sínu.

Skreytingarsettið með páskaegginu kostar 3.490,– krónur og takmarkað magn er í boði. Hægt er að panta hér. 

Hver og einn getur leyft hugmyndarfluginu að ráða þegar kemur …
Hver og einn getur leyft hugmyndarfluginu að ráða þegar kemur að því að skreyta súkkulaðieggið. Ljósmynd/Sætar Syndir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert