Til í að borga meira fyrir umhverfisvæna vöru

Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus og Trausti …
Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus og Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents. Samsett mynd

Nú þegar páskarnir nálgast óðfluga erum við eflaust flest farin að huga að páskaeggjakaupum fyrir okkar nánasta fólk. Mörg okkar hafa sterkar skoðanir þegar kemur að þessu dásamlega góðgæti sem gleður okkur á þessum skemmtilega tíma þar sem sólin eru farin að hækka á lofti og vorið lúrir rétt handan við hornið. En hvað er það sem stýrir vali okkar á páskaeggjum? Verð, gæði og persónulegur smekkur eru auðvitað atriði sem öll koma við sögu en einn af þeim þáttum sem hlotið hafa aukið vægi í kauphegðun fólks á liðnum árum er samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og viðhorf þeirra til sjálfbærni.

Samkvæmt kynslóðamælingu markaðsrannsóknafyrirtækisins Prósents þá er nefnilega meirihluti þjóðarinnar til í að borga meira fyrir umhverfisvæna vöru: „Á hverju ári framkvæmum við kynslóðamælingu þar sem við könnum viðhorf kynslóðanna til mismunandi málefna. Meðal annars spyrjum við um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni og í síðustu könnun kom í ljós að 56% þjóðarinnar eru tilbúin til þess að borga meira fyrir umhverfisvæna vöru,“ segir Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents. „Að auki eru rúm 44% þjóðarinnar líkleg til þess að sniðganga fyrirtæki sem uppfylla ekki þeirra kröfur þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærni,“ bætir Trausti við.

Samfélagsleg ábyrgð í páskaeggjaflórunni

Þegar litið er yfir páskaeggjaúrvalið í verslunum landsins má sjá að einn framleiðandi leggur sérstaka áherslu á samfélagslega ábyrga framleiðslu. Nói Síríus hefur fengið súkkulaðið sitt vottað af samtökunum Cocoa Horizons sem tryggir að sjálfbærni og ábyrg ræktun á kakóhráefnum eru í öndvegi við framleiðsluna.

„Allt Síríus súkkulaði hefur frá árinu 2013 verið vottað af Cocoa Horizons og sú vottun skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Við getum, eðli málsins samkvæmt, ekki ræktað kakóbaunir hér á norðurhveli jarðar og framleiðslu í fjarlægum heimshluta fylgir mikil ábyrgð. Rétt eins og við viljum tryggja okkar eigin starfsfólki gott vinnuumhverfi þá eru bætt lífskjör kakóbænda og kakóræktarsamfélaga okkur ofarlega í huga,“ segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus og bætir því við að með því að vera hluti af Cocoa Horizons verkefninu þá sé Nói Síríus hluti af því verkefni að tryggja sjálfbærni kakóræktunar til framtíðar.

Páskaegg frá Nóa Síríusi.
Páskaegg frá Nóa Síríusi. Ljósmynd/Nói Síríus

Jákvæð umhverfisáhrif

„Það er til dæmis gott til þess að vita að við komum að því verkefni að aðstoða bændur við að auka fjölbreytileika uppskerunnar og nýta ræktarland sitt betur,“ segir Auðjón. „Það er nefnilega þannig að einhæf flóra dregur úr gæðum jarðvegsins og þá þarf að sækja á nýjar lendur. Þá eru það oft því miður regnskógarnir sem þurfa að víkja og því eru umhverfisáhrifin af þessum aðgerðum afar jákvæð því þær draga úr eyðingu regnskóga og ýta undir fjölbreyttara lífríki. Svo hefur valdefling kvenna á svæðunum haft mjög jákvæð áhrif á lífsskilyrði fólks og sama má segja um eflingu skólastarfs,“ bætir Auðjón við. Að endingu nefnir hann verkefni sem tryggja öruggara neysluvatn og bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

„Það er því ljóst að hægt er að gleðjast yfir fleiru en bragðinu af Nóa páskaeggjunum. Cocoa Horizons vottunin tryggir að kakóhráefnin í súkkulaðið séu ræktuð við mannúðlegar aðstæður sem hafa lágmarksáhrif á lífríki jarðar. Fyrir þau sem gera háar kröfur um umhverfisvænar vörur og leggja áherslu á sjálfbærni ættu Nóa páskaeggin að vera tilvalinn kostur þessa páskana,“ segir Auðjón að lokum.

Ljósmynd/Nói Siríus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert