Búist við að Schröder lýsi yfir skömm sinni á aðgerðunum í Auschwitz

Börn í fangaklæðum í Auschwitz er sovéskar hersveitir frelsuðu búðirnar …
Börn í fangaklæðum í Auschwitz er sovéskar hersveitir frelsuðu búðirnar í janúar 1945. ap

Búist er við að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, lýsi yfir skömm sinni á hrottaverkum sem framin voru í fangabúðum nasista í seinna stríðinu, er hann flytur ræðu í Berlín í dag í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að herir bandamanna náðu Auschwitz-búðunum úr klóm herja Adolfs Hitler.

Búist er við að Schröder lýsi því yfir að Þjóðverjar nú til dags beri „sérstaka ábyrgð“ á helförinni og hvetji þá til að vera sérlega á varðbergi gegn öfgamennsku nýnasista.

Í texta úr ræðunni, sem afhentur hefur verið fréttastofum, segir Schröder að ekki sé hægt að skella skuldinni á „djöfulinn Hitler“ einan og sér því almenningur í Þýskalandi hafi stutt nasista.

„Illska hugmyndafræði nasista var ekki skilyrðislaus. Grimmýðgi og glötun siðferðisgilda er þekkt úr sögunni. En umfram allt vildi almenningur hugmyndafræði nasista og lét hana dafna,“ segir Schröder.

„Mikill meirihluti Þjóðverja nú til dags eru saklausir af helförinni. En þeir „bera séstaka ábyrgð“, “ bætti kanslarinn við.

Á sérstökum fundi í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær í tilefni tímamótanna lýsti Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, helförinni sem villimennsku. Í augum Þjóðverja sé hún tákn um fullkomið siðferðilegt gjaldþrot sem eigi sér engin fordæmi og enga hliðstæðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert