Lokað hjá BT um helgina

BT-verslanir um land allt verða lokaðar um helgina á meðan farið er yfir rekstur þeirra og hann endurskoðaður. Að sögn Magnúsar Orra Haraldssonar, framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs hjá Árdegi sem rekur BT er ekki um varanlega breytingu á opnunartíma að ræða og verða verslanirnar opnaðar aftur á mánudag að öllu óbreyttu. 

Þorsteinn Ingi Vigfússon, rekstrarstjóri, sagði að efnt yrði til starfsmannafundar kl. 14. Hann vildi ekki tjá sig um efni fundarins fyrr en að honum loknum.

Árdegi seldi í gær fyrirtækið Skífuna, sem rekur hljómplöturverslanir. Þá fékk danska verslunarkeðjan Merlin, sem var í eigu Árdegis, greiðslustöðvun um síðustu helgi og í kjölfarið voru verslanir félagsins seldar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert