Vatnajökull skelfur

Skjálftarnir undir Vatnajökli
Skjálftarnir undir Vatnajökli Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti af stærðinni 4,3 varð undir vestanverðum Vatnajökli klukkan 00:41 í nóttt. Upptök skjálftans voru um 8 km ANA af Hamrinum. Ekkert bendir til gosóróa eða eldsumbrota á svæðinu, að sögn Veðurstofunnar.

Klukkan 00:25 hófst snörp jarðskjálftahrina á Lokahrygg í Vatnajökli. Að sögn Veðurstofu Íslands hefur ekki orðið vart við gosóróa eða annað sem bendir til eldsumbrota. Snarpasti skjálftinn mældist 4,5 á Richter klukkan 00:41:08. Aðrir skjálftar mældust allt að 3 á Richter en alls mældust tíu skjálftar yfir 1,6 á Richter á svæðinu frá miðnætti til klukkan hálfsex í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert