Sérstakt mál um aðlögun vegna veðlána

mbl.is/Kristinn

Allsherjarnefnd lagði í gær fram nýtt frumvarp til laga um greiðsluaðlögun vegna veðlána. Það er annað frumvarp en það sem afgreitt var sem lög í gær, um greiðsluaðlögun almennt. Í umfjöllun nefndarinnar um hið síðarnefnda frumvarp kom fram að sérstök sjónarmið giltu að vissu leyti um skuldir vegna veðlána, að því er segir í greinargerð.

Samkvæmt þessu nýja frumvarpi getur eigandi íbúðarhúsnæðis leitað greiðsluaðlögunar tímabundið, að hámarki í fimm ár. Að sögn nefndarmanna er ekkert því til fyrirstöðu að skuldari sem á í verulegum fjárhagsörðugleikum leiti eftir greiðsluaðlögun eftir hinum nýsamþykktu almennu lögum, samtímis því sem hann nýtur tímabundinnar greiðsluaðlögunar fasteignaveðkrafna vegna íbúðarhúsnæðis.

Tekið er fram í frumvarpinu að greiðsluaðlögun sem þessi getur aðeins varðað fasteign þar sem skuldarinn heldur heimili og hefur skráð lögheimili, enda sé um að ræða hóflegt húsnæði miðað við þarfir skuldara og fjölskyldu hans sem ætlað er til búsetu samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingaryfirvalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert