Munaðarleysi í kreppunni

Munaðarleysingjar verða illa úti í kreppunni þar sem stórlega hefur dregið úr stuðningi Vesturlanda við þróunarlöndin. Alþjóðaforseti SOS er hér vegna afmælis samtakanna en hann ólst sjálfur upp í barnaþorpi.

Foreldrar Helmuts Kutin létust í hörmulegu slysi skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Hann varði því hluta barnæskunnar í  SOS barnaþorpinu í Imst í Austurríki og undir sérstökum verndarvæng stofnandans sem sá í honum framtíðarleiðtoga,.

Helmut segist ekki hafa litið á sig sem munaðarleysingja eftir á heimilið var komið heldur meðlim í SOS fjölskyldunni. Og þegar hann er spurður hvort hann hafi verið heppin að fá að búa í fyrsta barnaþorpinu segir hann að þeir sem hafi misst báða foreldra sína í hörmulegu slysi þurfi á smá heppni að halda.

Hann segir að kreppan sé þegar farin að hafa hræðileg áhrif á hjálparstarf í þróunarlöndunum. Hann segir fólk þó reyna að gera sitt besta. Það þurfi þó meira til en án barna sé engin framtíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert