Skátar lögðu hönd á plóg á Þingvöllum

Mynd skátar/Toby

Yfir eitthundrað skátar frá Austurríki, Englandi, Finnlandi, Frakklandi, Portúgal, Slóveníu, Spáni og Frakklandi unnu í gær við stígagerð, hreinsunarstörf og frágang við brunarústir Valhallar að Þingvöllum.

Skátarnir koma úr tveimur leiðangursferðum Roverway skátamótsins, þeir höfðu hugsað sér að ganga á topp Heklu en vegna skjálftavirkni og kvikuhreyfinga  ráðlögðu Almannavarnir skátunum að velja sér hættuminna svæði. Áttavitum og GPS tækjum var því snúið að Skjaldbreið og gengið upp á topp, erlendu skátunum sem sjaldnast sjá fjöll fyrir skóglendi þótti mikið til koma og útsýnið stórfenglegt, skátarnir fengu gullfallegt veður á fjallgöngunni, sól og heiðríkju þannig að vel sást til allra átta.
 
Í dag voru hóparnir tveir í hellaskoðunarferð á Lyngdalsheiði og rannsaka meðal annars Gjábakkahelli, Litla Björn og Vörðuhelli.
Á morgun heldur hópurinn að Úlfljótsvatni þar sem hann hittir yfir 3.000 skátasystkini sín úr hinum 52 leiðöngrum Roverway-skátamótsins og tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá fram á þriðjudag í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert