Umferðaeftirlit úr lofti

Lögreglan hefur hert eftirlit með umferðinni á þjóðvegunum landsins sem og á hálendinu í sumar. Á hefðbundnum ferðahelgum geta ökumenn átt von á því að fylgst sé með þeim úr lofti því lögreglan og Landhelgisgæslan vinna reglulega saman að umferðaeftirliti úr lofti.

Blaðamaður Morgunblaðsins og mbl.is fylgdist með samstarfsverkefni lögreglunnar á Hvolsvelli og Landhelgisgæslunnar eina helgi í júlí en samkvæmt samningi þessara tveggja löggæslusveita landsins fer Landhelgisgæslan með lögregluþjóna í þyrlum sínum í eftirlit með umferð þar sem ökumenn eiga kannski síst von á því.

„Þetta samstarf hefur fyrst og fremst gríðarlegt forvarnargildi og það skilar okkur yfir stórt svæði á stuttum tíma," sagði Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli um samstarfið. „Við förum eins oft og við höfum tækifæri til. Gæslan þarf að fara ákveðið mörg æfingaflug í mánuði, svokölluð skylduflug og við höfum reynt að samnýta þetta með umferðaeftirliti okkar," sagði Sveinn.

Sjá einnig í Morgunblaðinu í dag.


Landhelgisgæslan aðstoðar við umferðaeftirlit.
Landhelgisgæslan aðstoðar við umferðaeftirlit. mbl.is/Dagur
Lögreglumaður fylgist með umferðinni úr TF-LÍF.
Lögreglumaður fylgist með umferðinni úr TF-LÍF. mbl.is/Dagur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert