Hagsmuna tófunnar verði gætt í Icesave-máli

Refurinn á sér líka vini.
Refurinn á sér líka vini. mbl.is/Jónas

Hið íslenzka tófuvinafélag krefst þess að  hagsmuna félagsins verði gætt í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og lausn Icesave-málsins. Í því felst að í sérhverju aðildarríki ESB verði sérstökum tófugörðum komið upp, þar sem íslenska fjallarefnum gefist tækifæri til að kynbæta hina hnignandi stofna Evrópurefsins.

Jafnframt gerir félagið það að ófrávíkjanlegri kröfu að skuggabaldrar tilheyri um eilífð íslensku þjóðinni en skoffín megi flytja til Brussel óheft til hagsbóta fyrir gjörvallt Evrópusambandið.

Hið íslenzka tófuvinafélag var stofnað árið 1977. Stjórn þess skipa samkvæmt lögum: Sigurður Hjartarson  forseti,
Þorsteinn Jónsson ritari, Grétar Jónsson gjaldkeri og endurskoðandi og  Árni Hjartarson útbreiðslustjóri og tengiliður við bændur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert