Bílamótmæli boðuð í dag

Bílamótmælin byrja á hádegi fyrir utan Íslandsbanka á Kirkjusandi
Bílamótmælin byrja á hádegi fyrir utan Íslandsbanka á Kirkjusandi mbl.is/Golli

Samtökin Nýtt Ísland skipuleggja friðsamleg mótmæli fyrir utan bílalána fyrirtækin alla þriðjudaga í vetur. Fyrstu mótmælin eru fyrirhuguð í dag klukkan 12 á hádegi og eru bíleigendur hvattir til að mæta og flauta í 3 mínútur fyrir utan hvert lánafyrirtæki.

Í fréttatilkynningu kemur fram að mótmælin hefjist við höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi. Bílalestin fer síðan að höfuðstöðvum SP Fjármögnunar að Sigtúni 42. Þaðan verður ekið að Lýsingu í Ármúla. Tryggingamiðstöðin Síðumúla verður heimsótt og enda mótmælin á Suðurlandsbrautinni hjá Avant. Flautað verður stanslaust í 3 mínútur fyrir utan hvert þeirra.

„Aðgerðir eru boðaðar alla þriðjudaga kl 12:00 eða þar til réttlátar leiðréttingar vegna höfuðstólshækkunar bílasamninga bílalánafyrirtækjanna gagnvart lántakendum verður mætt," samkvæmt fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert