Litur öskunnar kemur á óvart

Mikið öskufall er austan við Eyjafjallajökul.
Mikið öskufall er austan við Eyjafjallajökul. mbl.is

Sigurður Reynir Gíslason, jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskólanum, segir að það hafi komið sér á óvart hversu ljós aska berist frá gosinu. Niðurstöður rannsókna á efnainnhaldi munu liggja fyrir síðar í dag.

Rúnar Pálmason blaðamaður segir að gosmökkurinn sé gríðarlega dimmur og oft sjáist ekki á milli stika á veginum. Hann var í Álftaveri en þar er mökkurinn feikilega dimmur. Rúnar segir að það birti til öðru hverju en síðan dökkni yfir og þá sé eins og um miðja nótt sé að ræða.

Askan er gráleit og mjög fíngerð. Aska fýkur auðveldlega til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert