Veikur ferðamaður á hálendinu

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF. mynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarmenn úr hálendisgæslu Landsbjargar eru nú komin til ferðamanns sem óskaði eftir aðstoð vegna veikinda.

Um er að ræða franskan göngumann sem er staddur inni á hálendinu, skammt frá Laufafelli, norður af Markarfljóti.

Ekki er vitað um líðan mannsins að svo stöddu en læknir mun meta ástand hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert