Örn stríðir hröfnum í Skutulsfirði

Örninn raskar hreiðurró krumma, sem tekur flugið á eftir konunginum. …
Örninn raskar hreiðurró krumma, sem tekur flugið á eftir konunginum. Hreiður hrafna nefnast laupur. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Hann taldi sig færan í flestan sjó örninn, sem kom að hreiðri hrafna fyrir ofan Höfða í Skutulsfirði í gær. Þessi konungur íslenskra fugla kom fullur sjálfstrausts en misreiknaði krumma kallinn. Þeir vörðust fimlega hrafnarnir tveir og á endanum flúði konungurinn sjálfur af hólmi. Það er betra að þekkja sín takmörk.

Í gær bárust fréttir af því að varp arnarins hefði tekist mjög vel á þessu ári og væri hann nú farinn að verpa sunnanlands í fyrsta skipti í marga áratugi.

Bæjarins besta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert