Ekið á gangandi vegfaranda

Fangageymslur fylltust hjá lögreglunni í Reykjavík.
Fangageymslur fylltust hjá lögreglunni í Reykjavík. mbl.is/Júlíus

Ekið var á gangandi vegfaranda á Geirsgötu við Kalkofnsveg um klukkan sex í morgun. Lögreglan í Reykjavík sagði að vegfarandinn hefði verið fluttur meðvitundarlaus á slysadeild sjúkrahúss en að þar hefði komið í ljós að viðkomandi var óbrotinn. Nóttin var að venju erilsöm, allar fangageymslur fylltust af fólki sem var tekið fyrir brot á lögreglusamþykkt og fyrir minniháttar líkamsárásir.

Fólk sem var með allt niðrum sig að pissa úti á víðavangi var stöðvað við þá iðju en varðstjóri að merkja mætti að minna væri um slíkt en að það þyrfti meira en tvær til þrjár helgar til að breyta þessu mynstri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert