Biskup fær rússneskan biskupsstaf að gjöf

Timur Zolotutskyi afhendir Karli Sigurbjörnssyni biskupsstafinn.
Timur Zolotutskyi afhendir Karli Sigurbjörnssyni biskupsstafinn.

Timur Zolotutskyi, prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, færði Karli Sigurbjörnssyni, biskup Íslands, að gjöf biskupsstaf við sameiginlega helgistund í Dómkirkjunni í gær. 

Með gjöfinni vildi rússneska rétttrúnaðarkirkjan votta biskupi og Þjóðkirkjunni þakklæti sitt fyrir stuðning við starfsemi safnaðarins á Íslandi.

Biskupsstafurinn er svonefndur té-bagall, eins og biskupar Austurkirkjunnar nota. Slíkur bagall frá 11. öld fannst á Þingvöllum fyrir fimmtíu árum. Er hann staðfesting þess að við upphaf kristni á Íslandi hafi verið hér á landi biskupar frá Austurkirkjunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert