Handtökur vegna spillingamála í ensku knattspyrnunni

Stevens lávarður hefur rannsakað meint spillingamál í ensku knattspyrnunni.
Stevens lávarður hefur rannsakað meint spillingamál í ensku knattspyrnunni. Reuters

Lögreglan á Bretlandi hefur handtekið fjóra karlmenn á aldrinum 30 til 69 ára en þeir eru grunaðir um spillingu í ensku knattspyrnunni. Grunur lögreglunnar beinist að bókhaldssvindli og fjármálamisferli.

Ekki hefur verið greint frá nöfnum mannanna né hvaða félögum þeir tengjast en fyrr á árinu voru þrjú félög til ítarlegrar rannsóknar, Newcastle, Portsmouth og Rangers í Skotlandi.

Fyrrum yfirmaður í bresku lögreglunni, Stevens lávarður, hefur unnið í því að rannsaka spillingu sem tengist ensku knattspyrnunni og hefur hann farið yfir nokkur hundruð félagaskipti. Í sumar var hafin frekari rannsókn á 17 félagaskiptum og hjá fimm liðum í úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert