Næringarfræðingur upplifði matarkulnun

Lyndi Cohen veitir fólki góð ráð á Instagram um matarræði …
Lyndi Cohen veitir fólki góð ráð á Instagram um matarræði og heilbrigðan lífsstíl. Skjáskot/Instagram

Næringarfræðingurinn Lyndi Cohen segist hafa upplifað mikla matarkulnun og þurfti að takast á við vandann. Kulnunin lýsti sér þannig að hún varði mikilli orku í að passa sig í mataræðinu yfir daginn en missti svo alla stjórn á kvöldin. 

„Þegar ég var 15 ára fékk ég matarplan frá heilsuþjálfara sem gekk út á að borða lítið yfir daginn. Ég stóð mig vel en á kvöldin var ég orðin hungurmorða og át allt sem ég komst yfir. Þetta varð upphafið að átröskun. Ég var alltaf að passa mig á daginn, fylgdi ströngu mataræði en svo þyrmdi yfir mig og ég missti stjórn,“ segir Cohen í pistli sínum á Body&Soul.

„Stundum verður fólk svo einbeitt að því að léttast að það keyrir sig út.“

Örmagna við það eitt að vera til

„Afhverju kulnun? Það getur reynt verulega á mann að þurfa að undirbúa og elda mat fyrir sig og fjölskyldu sína á hverjum einasta degi á sama tíma og maður heldur heimilinu hreinu, hreyfir sig í ræktinni, drekkur nógu mikið vatn, svara öllum tölvupóstum, eiga sér félagslíf, vera góður vinur, maki og dóttir. Stundum líður dagurinn hjá og ég hef varla komist á klósettið.“ 

„Ég veit að ég er ekki sú eina sem er að upplifa kulnun af því bara að vera til. Við þurfum bara að finna nýjar leiðir til þess að hugsa um mat og heilsu. Þetta snýst um sjálfsrækt. Við eigum ekki að vera uppgefin á því að vera til. Borða án þess að stressa sig yfir hitaeiningum og fara í ræktina því það er gaman. Líkaminn verður bara að vera fullkomlega ófullkominn. Það er raunverulegt frelsi.“

Allt eða ekkert hugarfarið

„Margir hugsa með sér, fyrst ég er byrjuð á snakkpokanum þá get ég allt eins klárað hann. Maður leyfir sér eitthvað óhollt því maður ætlar að gera betur seinna og vinna þetta upp. Þessi hugsunarháttur er vítahringur sem vert er að reyna að komast úr.“

„Ég mæli með þriggja pakka fyrirkomulaginu. Í stað þess að henda út öllu sem maður elskar þá passa ég að hafa alltaf þrjá pakka af því til á heimilinu. Þegar ég klára pakkann þá nýt ég hans og veit að ég get fengið mér annan ef ég vil. Óttinn um skort er þá farinn. Þú þarft þá ekki að klára pakkann því þú veist að það eru til fleiri pakkar.“

Litlir nærandi skammtar

„Ég hef tekið eftir því að stærstu mistökin sé að borða ekki nóg yfir daginn. Þá hámar maður í sig á kvöldin. Franskar konur eru þekktar fyrir að vera grannar og nettar. Það er vegna þess að þær borða góða og nærandi máltíð á daginn sem þær hafa ánægju af og njóta. Þannig skunda þær ekki beint í nammiskúffuna þegar heim er komið. Við borðum til þess að nærast en líka fyrir ánægjuna.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál