Forsetabróðirinn selur 242 milljóna höll í Garðabæ

Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsetabróðirinn og íþróttastjarnan, Patrekur Jóhannesson (bróðir Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands) og Rakel Anna Guðnadóttir hafa sett smekklegt einbýlishús sitt á sölu. Um er að ræða 278 fm einbýli sem stendur við Brekkugötu í Garðabæ. Húsið var reist 2021 og þannig séð nýtt af nálinni eins og sagt er. 

Í eldhúsinu eru vandaðar innréttingar sem voru sérsmíðaðar hjá Hyrnunni á Akureyri. Þar mætir hnota gráum sprautulökkuðum hurðum og kampavínslituðum marmara. Milli stofu og eldhúss er veggur úr sjónsteypu sem setur hlutina í annað samhengi. Hægt er að opna innréttinguna hressilega upp á gátt en bak við hurðirnar leynist bæði kaffistöð og bökunarstöð. Sem er eitt af því sem eldhúsglöðu fólki dreymir um. 

Í heild sinni er heimilið snoturt. Það er búið fallegum húsgögnum sem passa við innréttingarnar. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Brekkugata 4

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál