KR-ingar í Edinborg í kvöld

Gary Martin, KR og Efe Eric Ambrose, Celtic í leik …
Gary Martin, KR og Efe Eric Ambrose, Celtic í leik liðanna á KR-velli í síðustu viku. Liðin eigast við í Skotlandi í kvöld. mbl.is/Eggert

KR-ingar eru komnir til Edinborgar þar sem þeir mæta skosku meisturunum Celtic í seinni viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Celtic vann fyrri leikinn, 1:0, á KR-vellinum þar sem Callum McGregor skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok.

Celtic varð fyrir áfalli um helgina þegar írski landsliðsframherjinn Anthony Stokes meiddist í læri í æfingaleik í Þýskalandi og hann spilar ekki í kvöld. Hinsvegar er talið fullvíst að skoski landsliðsmaðurinn Kris Commons geti spilað en hann varð líka fyrir meiðslum um helgina.

Liðið sem sigrar samanlagt mætir annaðhvort Legia frá Póllandi eða St. Patrick's Athletic frá Írlandi í þriðju umferð keppninnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert