Auglýsingaskiltum Stjörnunnar stolið

Stjörnukonur leika til úrslita í bikarkeppni KSÍ gegn Selfossi á …
Stjörnukonur leika til úrslita í bikarkeppni KSÍ gegn Selfossi á morgun. mbl.is/Eggert

Auglýsingaskiltum Stjörnunnar fyrir bikarúrslitaleik kvenna í knattspyrnu á morgun milli Stjörnunnar og Selfoss hefur verið stolið og leita Stjörnumenn nú skýringa hvað hefur orðið af skiltunum.

Tilkynning frá Stjörnunni:

Stjörnuskiltum stolið!!

Stjörnuæði hefur gripið um sig á Íslandi undanfarnar vikur og ekki síst í Garðabæ og keppist fólk um að verða sér úti um stjörnuvarning. Í aðdraganda bikarúrslitaleiks kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun laugardag 30. ágúst 2014 útbjó Stjarnan auglýsingaskilti með myndum af leikmönnum meistarflokks kvenna. Þeim var komið fyrir á nokkrum stöðum víðs vegar um bæinn á miðvikudag en í gær voru þrjú af þessum skiltum horfin. Hvort sem þeim hafi verið stolið eða þau fjarlægð af æstum aðdáendum sem hugsanlega hafa gert þau að veggskrauti heima hjá sér, saknar auglýsingadeild Stjörnunnar þeirra. Ef þú hefur séð til skiltanna eða veist um afdrif þeirra þá má koma skilaboðum til knattspyrnudeildar á póstfangið stjarnan@stjarnan.is . Jafnframt skorum við á þig til þess að mæta á leikinn á laugardag og styðja þessar frábæru knattspyrnukonur til sigurs og lofa þær frábærri skemmtun.

Sjáumst á morgun!

Skíni Stjarnan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert