Þessi skrifast á Ingvar

Þorri Geir Rúnarsson og Ventislav Ivanov í skallabaráttu á Víkingsvelli …
Þorri Geir Rúnarsson og Ventislav Ivanov í skallabaráttu á Víkingsvelli í gær. mbl.is/Ómar

Ef Stjörnunni tekst það sem enginn reiknaði með, að landa Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu karla í haust í fyrsta sinn, þá verða þeir eflaust margir leikirnir og augnablikin sem menn munu rifja upp í kjölfarið. Augnablikin sem gerðu það að verkum að draumur Garðbæinga rættist. Og ekki síður myndu menn rifja upp hvernig ákveðnir leikmenn reyndust hetjur á hinum ýmsu augnablikum.

Ein þessara hetja er Ingvar Jónsson markvörður sem hefur átt mjög gott sumar en þurfti nánast upp á sitt einsdæmi að bera Stjörnuliðið upp að hlið FH á toppi Pepsi-deildarinnar, sem tókst í gær. Þrátt fyrir tæplega 20 marktilraunir Víkinga tókst þeim ekki að finna leiðina framhjá Ingvari sem þar með hélt marki sínu hreinu annan leikinn í röð. Það er afskaplega mikilvægt þegar sóknarleikur Stjörnunnar býður ekki upp á meira en hann gerði í gær, og skotin fá að dynja af fótum andstæðinganna eins oft og raun bar vitni.

Sjá umfjöllun um leiki Stjörnunnar og Víkings, og FH og KR, í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert