Áhersla á varnarleikinn (myndskeið)

Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið muni leggja mikla áherslu á varnarleikinn þegar það mætir Sviss í Algarve-bikarnum í Portúgal klukkan 15 í dag.

Sviss vann Ísland 2:0 og 3:0 í undankeppni síðasta heimsmeistaramóts og Ásmundur sagði að liðið mundi halda sig aftarlega á vellinum frá byrjun, pressa þegar það ætti við, en einbeita sér að því að þétta miðsvæðið og loka því. Svissnesku leikmönnunum yrði ekki leyft að komast afturfyrir varnarlínuna.

Viðtalið við Ásmund má sjá á meðfylgjandi myndskeiði frá KSÍ.

Byrjunarlið Íslands í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert