Þrífst best í sviðsljósinu

Garðar Gunnlaugsson í leik með ÍA gegn FH í sumar.
Garðar Gunnlaugsson í leik með ÍA gegn FH í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Garðar Gunnlaugsson hefur farið á kostum með ÍA í undanförnum leikjum í Pepsi-deildinni. Fimm mörk hefur hann skorað í tveimur síðustu viðureignum liðsins og er fyrir vikið orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar, með átta mörk. Þrjú þeirra skoraði hann í 4:2 sigri ÍA á Stjörnunni í fyrrakvöld.

„Veturinn var Garðari erfiður vegna meiðsla og fyrir vikið var hann ekki í eins góðu standi þegar keppnistímabilið hófst og vonir stóðu til. Garðar hefur hins vegar leikið alla leikina fyrir okkur og unnið sig hægt og bítandi inn í leikinn,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Garðar hafði skorað þrjú mörk þegar hlé var gert á deildinni vegna EM en eftir að flautað var til leiks á ný hefur hann verið sjóðandi heitur og skorað fimm mörk í tveimur leikjum og er allt í einu orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar. Það út af fyrir sig kemur ekki á óvart en hins vegar er ljóst að Garðar hefur hitt á tvo flotta leiki,“ segir Gunnlaugur og bætir við.

„Ég er viss um að það veitti Garðari mikið sjálfstraust að skora úr vítaspyrnu gegn KR í síðustu viku. Honum brást bogalistinn í vítaspyrnu í leik við KV í bikarkeppninni nokkru áður. Þar af leiðandi var mikilvægt fyrir hann að skora úr næstu vítaspyrnu sem gafst. Til viðbótar skoraði Garðar glæsilegt mark á síðustu mínútu leiksins við KR, sem varð til þess að styrkja hann enn frekar.“

Nánar er fjallað um Garðar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og og þar er einnig birt úrvalslið 9. umferðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert