Sýndu karakter eftir Evrópuleikinn

Valsarar sleppa við með skrekkinn eftir sláarskot Eyjamanna
Valsarar sleppa við með skrekkinn eftir sláarskot Eyjamanna Ófeigur Lýðsson

„Við ætluðum ekki að gefa færi á okkur og opna okkur með því að fara með marga menn fram. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í seinni hálfleik og fengum færi til þess. Það gekk ekki en við  náðum að halda stöðunni óbreyttri,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, við mbl.is eftir 2:1 sigur gegn ÍBV á Hlíðarenda fyrr í kvöld. 

Valur beið mikinn ósigur í Evrópukeppninni gegn Brøndby um daginn. Sigurbjörn er ánægður með úrslitin í ljósi þess. 

Við komum úr mjög erfiðum leik um daginn og svöruðum því vel. Menn sýndu karakter og ég er sérstaklega ánægður með það. Í þessum leik lendum við undir en komum til baka og það er mjög sterkt á móti þrusugóðu liði Eyjamanna.“

Sigurbjörn bætir við að sóknarboltinn hefði getað verið með betra móti. 

„Við erum ekki sáttir með að hafa ekki náð meira tempói í leiknum. Við getum spilað miklu hraðari og betri sóknarbolta heldur en við gerðum í dag en við gerðum það sem þarf að gera þegar þú ert ekki á góðum sóknardegi, að fara í iðnaðinn og vinna vinnuna eins og maður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert