Undirbúningur í Parma

Þorgrímur Þráinsson og Heimir Hallgrímsson
Þorgrímur Þráinsson og Heimir Hallgrímsson mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það var gott hljóðið í landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni þegar Morgunblaðið spjallaði við hann síðdegis í gær og skyldi engan undra. Íslendingar innbyrtu sex stig úr leikjunum á móti Finnum og Tyrkjum í undankeppni HM og fara því með gott veganesti í leikinn á móti Króötum sem fram fer í Zagreb 12. nóvember.

„Ef ég að vera alveg hreinskilinn þá var ég ofboðslega ánægður með leik liðsins á móti Tyrkjunum og það er ekki laust við að maður sé enn í hálfgerðu spennufalli,“ sagði Heimir við Morgunblaðið.

Landsliðið mun undirbúa sig fyrir leikinn á móti Króötum í Parma á Ítalíu í boði íþróttavöruframleiðandans Errea en landsliðið spilar í búningum frá fyrirtækinu.

„Við munum æfa í Parma frá mánudegi til fimmtudags. Við förum svo til Zagreb á föstudeginum og æfum þann dag á Maksimir Stadium þar sem leikurinn fer fram á laugardeginum. Við erum búnir að skoða aðstæðurnar í Parma og þær eru hinar bestu. Ég held að þetta sé góður kostur og það er auðvelt fyrir alla leikmenn okkar að komast til Parma frá sínum félagsliðum,“ sagði Heimir.

Heimir er ekki byrjaður að kortleggja Króatana, sem eru með sjö stig eins og Íslendingar í riðlinum, en hann segist fljótlega ætla að ganga í þau mál. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert