Furðulegasti hálfleikur sem ég hef upplifað

Halldór Jón Sigurðsson þjálfari kvennaliðs Þór/KA hefur komið sínu lið …
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari kvennaliðs Þór/KA hefur komið sínu lið í efsta sæti efstu deildar. Skapti Hallgrímsson

„Ég held að þetta hafi verið furðulegasti hálfleikur sem ég hef upplifað og í hálfleik vissu stelpurnar alveg hvað væri að gerast,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þór/KA-kvenna, eftir 2:0 sigur á KR í Vesturbænum í dag, sem skilaði Akureyringum efsta sæti deildarinnar eftir 5 umferðir.

„Ég held að það hafi verið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik, þegar við vorum að átta okkur á vellinum og andstæðingnum en eftir hlé var bara eitt lið á vellinum þegar við héldum boltanum vel og létum hann ganga, skoruðum svo tvö góð mörk. Spjallið í hálfleik var því stutt, þær vissu alveg hvað þyrfti að gera. Um leið og við komumst í takt stjórnum við leiknum.“

Þór/KA hefur nú unnið tvö af hæst skrifuðu liðum deildarinnar og líka þrjú í neðsta hlutanum og þjálfarinn segir mikilvægt að hafa hausinn í lagi. „Okkur gengur vel að stilla okkur inn á leiki.  Við vinnum mikið í andlegum þáttum og ég held að það sé að skila sér. Það loðir stundum við lið að vera svona jójó, vinna og tapa leikjum á víxl, en við höfum unnið vel í þessum þáttum sem skipta miklu máli og held að það sé að sýna sig að mörgu leyti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert