Kolbeinn hraðastur – Hannes ver mest

Kolbeinn á sprettinum í leiknum gegn Ungverjum í gær.
Kolbeinn á sprettinum í leiknum gegn Ungverjum í gær. AFP

Þegar tveimur umferðum er lokið í riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Frakklandi hefur enginn verið mældur á meiri hraða en Kolbeinn Sigþórsson og enginn markvörður hefur varið fleiri skot en Hannes Þór Halldórsson.

Kolbeinn var mældur á 32 km hraða í leiknum á móti Portúgal og enginn hefur náð að bæta það met en Richárd Guzmics, varnarmaður Ungverja, jafnaði hraðametið í gær.

Hannes er sá markvörður sem hefur varið flest skotin en hann hefur varið 14 skot. Robert Palmer, markvörður Austurríkismanna, og Andriy Pyatov, markvörður Úkraínumanna, koma næstir með 12 skot varin.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin