Flestir halda með Íslendingum

Byrjunarlið Íslands í öllum þremur leikjunum á EM.
Byrjunarlið Íslands í öllum þremur leikjunum á EM. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Flestir Danir halda með Íslendingum af liðunum 16 sem eftir eru á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi.

Í skoðanakönnun sem TV2 í Danmörku var með fyrir Evrópumótið héldu aðeins 8% með Íslendingum en flestir héldu með Frökkum og Þjóðverjum, 16% hvorri þjóð.

TV2 gerði svo aðra skoðanakönnum eftir riðlakeppnina og þá breyttist niðurstaðan. 39% sem tóku þátt í könnuninni halda með Íslendingum, 11% halda með Þjóðverjum og 8% með Englendingum. Aðeins 4% nefndu Frakka en fyrir mótið héldu flestir með þeim ásamt Þjóðverjum.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin