Verður kona landsliðsþjálfari Rússa?

Leonid Slutskji ræðir við leikmenn rússnesk landsliðsins.
Leonid Slutskji ræðir við leikmenn rússnesk landsliðsins. AFP

Leonid Slutskij er hættur sem þjálfari rússneska landsliðsins í knattspyrnu eftir slakan árangur þeirra á Evrópumótinu í Frakklandi.

Rússar unnu ekki leik á mótinu. Þeir byrjuðu á því að gera jafntefli við Englendinga en töpuðu síðan fyrir Walesverjum og Slóvökum.

Slutskij, sem einnig er þjálfari CSKA Moskva, tók við þjálfun rússneska landsliðsins í fyrra eftir að Ítalanum Fabio Capello var sagt upp störfum.

„Við munum ráða erlenddan þjálfara. Hann gæti alveg orðið kona. Það eru allir möguleikar opnir,“ sagði Vitalij Mutko íþróttamálaráðherra Rússa við RIA Nostovi fréttastofuna í dag.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin