„Drullusama um þessar gellur“

Ingibjörg Sigurðardóttir fékk mikla eldskírn í kvöld og stóð sig …
Ingibjörg Sigurðardóttir fékk mikla eldskírn í kvöld og stóð sig vel. mbl.is/Golli

„Mér leið vel inni á vellinum. Það komu smátilfinningar þegar þjóðsöngurinn byrjaði og þá fór allt að tikka inn, en um leið og leikurinn byrjaði var þetta ekkert mál og maður fór bara í sinn gír,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir eftir sinn fyrsta mótsleik með íslenska landsliðinu í knattspyrnu.

Ingibjörg stóð sig vel í frumrauninni og þessi 19 ára varnarmaður lét stjörnuleikmenn Frakklands finna vel fyrir sér, til að mynda með hörkutæklingum í byrjun seinni hálfleiks:

„Mér er drullusama um þessar gellur. Ég þoli ekki svona hroka. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að þagga niður í þeim með því að láta aðeins finna fyrir mér,“ sagði Ingibjörg ákveðin.

Þrátt fyrir tapið sagðist Ingibjörg hafa notið þess að spila leikinn og stundarinnar eftir leik þegar leikmenn tóku víkingaklappið með þeim þúsundum íslenskra áhorfenda sem studdu við bakið á þeim:

„Þetta var ólýsanlegt. Ég held að mér hafi aldrei liðið svona áður. Ég er svo rosalega stolt af því að vera Íslendingur og fá að taka þátt í þessu. Það er bara geggjað að allir þessir áhorfendur hafi komið,“ sagði Ingibjörg. En hvernig var stemningin í klefanum eftir leik?

„Þetta er mjög skrýtið. Við erum allar ógeðslega svekktar að hafa tapað þessum leik og finnst öllum við hafa átt skilið að fá eitthvað út úr þessum leik. Við skildum allt eftir úti á vellinum og gerðum okkar besta og erum ákveðnar í að koma sterkar inn í næstu leiki,“ sagði Ingibjörg.

Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu sem Frakkar fengu undir lok leiksins:

„Ég sá það ekki vel, en mér fannst þetta ekki vera víti. Mér fannst við líka hafa átt að fá víti fyrr í leiknum, en þetta féll bara ekki með okkur í dag.“

Eugenie Le Sommer fagnar sigurmarki Frakka sem kom úr vítaspyrnu …
Eugenie Le Sommer fagnar sigurmarki Frakka sem kom úr vítaspyrnu undir lokin. AFP
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin