Spreyið í ensku úrvalsdeildina

Spreyjað á HM í Brasilíu fyrr í sumar.
Spreyjað á HM í Brasilíu fyrr í sumar. AFP

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu tilkynntu í dag að dómarar á leikjum í deildinni verði vopnaðir spreybrúsum í fyrsta sinn í vetur, líkt og dómarar í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Brasilíu í sumar.

Spreyið er notað til þess að marka línu hvar varnarveggur á að standa eða hvar skal taka aukaspyrnu og er efnið sem spreyjað þannig að það hverfur á nokkrum mínútum.

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA hafði þegar ákveðið að nota spreyið í Meistaradeild Evrópu í vetur, þannig knattspyrnuáhugamenn munu sjá dómarana sýna listir sínar með spreybrúsa oftar í framtíðinni.

Hver spreybrúsi kostar um 3 pund eða því sem nemur tæpum 600 íslenskum krónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert