Dani Alves ætlar til Englands

Dani Alves.
Dani Alves. AFP

Dani Alves, hægri bakvörður Barcelona og brasilíska landsliðsins í knattspyrnu, kveðst ætla að spila á Englandi á næsta ári en hann sé nú á sínu síðasta tímabili í Barcelona.

„Ég flyt til Englands á næsta ári og ætla að spila í vöggu fótboltans. Þetta er mitt síðasta ár í Barcelona," sagði Alves við brasilíska dagblaðið O Globo.

Alves er 31 árs og einn besti leikmaður heims í sinni stöðu. Barcelona keypti hann af Sevilla fyrir samtals um 38 milljónir evra fyrir sex árum og með Katalóníuliðinu hefur hann orðið fjórum sinnum spænskur meistari, tvisvar Evrópumeistari auk annarra titla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert