Louis van Gaal veitir Depay ráðleggingar

Louis van Gaal segir að Depay verði að sýna meiri …
Louis van Gaal segir að Depay verði að sýna meiri stöðugleika í spilamennsku sinni. AFP

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur veitt landa sínum, Memphis Depay, föðurleg ráð. Louis van Gaal segir að Depay verði að fylgja aðferðafræði liðsins ætli hann sér að spila hlutverk í því í vetur. 

„Ryan (Ryan Giggs) hefur verið að veita Depay leiðbeiningar um hvað megi betur fara í leik hans. Leikmaðurinn verður hins vegar sjálfur að axla ábyrgð á gjörðum sínum inni á vellinum,“ sagði Louis van Gaal aðspurður um stöðu Depays hjá liðinu þessa dagana. 

„Þú verður að sýna aðferðafræði liðsins virðingu. Það voru leikmenn sem tókst ekki að aðlagast þeirri aðferðafræði sem liðið leggur upp með. Sem dæmi má nefna Angel Di Maria og Radamel Falcao. Ég hef hins vegar fulla trú á Depay ennþá og tel að hann geti bætt leik sinn í framhaldinu og þroskast sem leikmaður,“ sagði Louis van Gaal enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert