Markið hans Gylfa var glórulaust

Jürgen Klopp var niðurlútur á hliðarlínunni.
Jürgen Klopp var niðurlútur á hliðarlínunni. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hundsvekktur eftir 3:2 tap sinna manna fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sjá frétt mbl.is: Gylfi hóg­vær eft­ir sig­ur­markið á An­field

„Það er erfitt að kyngja þessu. Í fyrri hálfleik sköpuðum við okkur fjögur eða fimm færi sem við náðum ekki að nýta. Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa og svo spiluðum við frábærlega og skoruðum tvö mörk,“ sagði Klopp, en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði svo sigurmark Swansea.

Sjá frétt mbl.is: Gylfi tryggði Sw­an­sea sig­ur gegn Li­verpool

„Við urðum ragir og það var einn leikmaður frír í teignum hjá okkur, sem er algjörlega glórulaust. Ég er sérstaklega vonsvikinn með þriðja markið og get ekki útskýrt hvað gerðist. Það er mjög erfitt að kyngja þessu. Er sanngjarnt að Swansea vann? Nei, en þeir áttu sigurinn skilið,“ sagði Klopp.

Sjá frétt mbl.is: Gylfi fékk 8 í einkunn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert