Eiður Smári: Góðir fundir í Dúbaí

Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum Sport. 

Félagarnir ræddu meðal annars um Arsenal sem er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu og hefur leikið frábærlega undanfarið. 

Eftir erfiða tíma á milli jóla og nýárs fór Arsenal-liðið til Dúbaí í vetrarfríinu til að endurhlaða sig. Síðan þá hefur Arsenal unnið alla leiki sína og er með markatöluna 21:2 í fimm leikjum. 

„Á einu augabragði er Arsenal komið með bestu markatöluna í deildinni, hvað gerðist eiginlega?“ spurði Tómas. 

„Það hafi greinilega verið góðir fundir í Dúbaí,“ svaraði Eiður Smári á léttu nótunum en umræður félaganna má sjá í spilaranum hér að ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert