Einbeita sér að nýjum Mercedes

Lewis Hamilton sigrar í rússneska kappakstrinum á Mercedesebílnum og með …
Lewis Hamilton sigrar í rússneska kappakstrinum á Mercedesebílnum og með liðsfélagann Nico Rosberg í öðru sæti innsiglaði Mercedes sigur sinn í stigakeppni liðanna. mbl.is/afp

Mercedesliðið hætti fyrir nokkru allri þróunarvinnu við 2014-bílinn, enda ekki beinlínis þurft að þróa hann vegna yfirburða hans.

Í staðinn hefur bílsmiðjan undanfarna tvo mánuði helgað sig 2015-bílnum, hönnun hans, þróun og smíði. 

„Það er búið að söðla um í bílsmiðunni,“ segir liðsstjórinn Toto Wolff en Mercedes tryggði sér heimsmeistaratitil bílsmiða í rússneska kappakstrinum sl. sunnudag.

„Undafarna tvo mánuði hefur ekkert verið unnið í 2014-bílnum, en liðsmenn í staðinn verið á fullu við að búa til arftaka meistarabílsins,“ segir Wolff við blaðið Salzburger Nachrichten í heimalandi hans, Austurríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert