Lögmaður Schumachers tjáir sig

Michael Schumacher
Michael Schumacher AFP

Lögmaður Michaels Schumachers, eins besta ökuþórs allra tíma, tjáði sig um mál skjólstæðings síns í LTO í Þýskalandi.

Takmarkað er vitað um ástand Schumachers eftir hræðilegt skíðaslys sem hann lenti í árið 2013. Varð hann fyrir heilaskaða í slysinu og hefur ekki sést opinberlega síðan.

Felix Damm, lögmaður Þjóðverjans, var spurður út í hvers vegna ekki hefði verið gefin út skýrsla um atvikið.

„Þetta hefur alltaf snúist um að vernda einkalíf hans. Við íhuguðum að gefa út skýrslu opinberlega, en hún væri fljót að breytast, því við erum alltaf að fá nýjar upplýsingar,“ sagði Damm við LTO.

Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 er hann ók fyrir ítalska risann Ferrari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert