Charles Leclerc á ráspól

Charles Leclerc byrjar á ráspól á morgun.
Charles Leclerc byrjar á ráspól á morgun. AFP/Angela Weiss

Charles Leclerc, sem keyrir fyrir Ferrari í Formúlu 1, verður fremstur á ráspól í Las Vegas á morgun.

Car­los Sainz, liðsfélagi Leclerc, var næstur í mark en fékk refsingu og þarf því að byrja tíu sætum aftar. 

Fyrir aftan Leclerc verður því Heimsmeistarinn Max Verstappen, sem keyrir fyrir Red Bull og þriðji verður George Russell, sem keyrir fyrir Mercedes.

Síðustu ellefu skipti sem Leclerc hefur ræst fyrstur hefur honum ekki tekist að vinna kappaksturinn. Líklegastur til þess að taka fyrsta sætið af honum á morgun er Verstappen en ef hann vinnur á morgun verður þetta átjándi kappaksturinn á tímabilinu sem hann vinnur.

Keppnin hefst klukkan 6.00 á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert