Getur ekki unnið allt

Max Verstappen er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1.
Max Verstappen er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1. AFP

Hollenski Formúlu 1-ökuþórinn Max Verstappen varð ekki fyrir valinu sem íþróttapersónuleiki ársins í heimalandi sínu þrátt fyrir að hafa unnið heimsmeistaratitil í Formúlu 1 og slegið stigamet.

Max Verstappen vann 19 af 22 keppnum síðasta tímabils og varð því heimsmeistari í þriðja skiptið í röð en hann vann árin 2021, 2022 og nú 2023. Honum tókst einnig að vinna tíu keppnir í röð frá því maí þangað til í september og var það í fyrsta skipti sem það gerist í Formúlu 1.

Max Verstappen er 26 ára gamall og keyrir fyrir Red Bull, en hann er samningsbundinn liðinu til ársins 2028. Hann sló stigamet í Formúlu 1 á síðasta tímabili en hann náði 575 stigum.

Hjólreiðamaðurinn Van der Poel var valinn íþróttapersónuleiki ársins í annað sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert