Góð byrjun heimsmeistarans

Max Verstappen á brautinni í Barein í dag.
Max Verstappen á brautinni í Barein í dag. AFP/Giuseppe Cacace

Hollendingurinn Max Verstappen verður á ráspól í fyrstu keppni ársins í Formúlu 1 eftir að hann bar sigur úr býtum í fyrstu tímatöku tímabilsins í Barein í dag.

Verstappen, sem er heimsmeistari síðustu þriggja ára, ætlar greinilega að bæta fjórða titlinum við safnið.

Charles Leclerc á Ferrari varð annar, George Russell á Mercedes þriðji, Carlos Sainz á Ferrari fjórði og Sergio Pérez, liðsfélagi Verstappens varð fimmti.

Fernando Alonso á Aston Martin kom þar á eftir og McLaren félagarnir Lando Norris og Oscar Piastri urðu í sjöunda og áttunda sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert