FIFA-kæran formlega lögð fram

Abby Wambach er í hópi leikmannanna sem standa að kærunni.
Abby Wambach er í hópi leikmannanna sem standa að kærunni. AFP

Hópur af bestu knattspyrnukonum heims hefur formlega lagt inn kæru á hendur FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandinu, og kanadíska knattspyrnusambandinu, vegna fyrirætlana þeirra um að lokakeppni heimsmeistaramóts kvenna í Kanada næsta sumar verði nær eingöngu spiluð á gervigrasvöllum.

Þær telja að um kynjamisrétti sé að ræða og lögðu kæruna fram í gær fyrir mannréttindadómstól í Ontario.

Í yfirlýsingu frá lögfræðistofu leikmannanna segir: „Þessir hæfileikaríku íþróttamenn sem eru skjólstæðingar okkar eru staðráðnir í að láta ekki gera lítið úr sinni íþrótt ef þeir fá einhverju um það ráðið. Að fá sömu aðstöðu og karlar á heimsmeistaramóti er barátta sem konur ættu ekki að þurfa að heyja, en þær ætla ekki að skorast undan því að fylgja málinu eftir. Við treystum því að sanngirni og jafnræði muni hafa betur gegn kynjamisrétti og þrjósku."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert