Viðar Örn með nýjan samning

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. mbl.is/Eggert

Markamaskínan Viðar Örn Kjartansson er búinn að framlengja samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Vålerenga.

Viðar Örn hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir til loka árs 2018 en Selfyssingurinn sló heldur betur í gegn á sinni fyrstu leiktíð með liðinu í ár. Hann átti tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.

„Mér líkar vel við þann metnað sem er til staðar hjá féalginu og ég á mér þá ósk að vinna titla með liðinu,“ segir Viðar Örn við TV2.

Viðar Örn varð markakóngur deildarinnar, skoraði 25 mörk í 29 leikjum og hefur á síðustu dögum sankað að sér viðurkenningum fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.

Vålerenga greindi frá því í dag að Kjetil Rekdal verði áfram við stjórnvölinn en hann hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert