„Mikil áskorun fyrir mig“

Ólafur Helgi Kristjánsson, nýr þjálfari Randers.
Ólafur Helgi Kristjánsson, nýr þjálfari Randers. mbl.is/Ómar Óskarsson

,,Þetta er búið að vera í pípunum í einhverjar sex til sjö vikur og nú er þetta orðið klárt. Það er ágætt að orðsporið hefur í það minnsta gefið manni tækifæri til þess að vera inni í myndinni. Þeir eru ekkert að ráða mig af einhverri góðgerðarstarfsemi,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson við Morgunblaðið, en hann var í gær var ráðinn þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers og tekur formlega til starfa hjá félaginu þann 20. júní þegar undirbúningstímabilið hefst hjá liðinu.

,,Mig langaði að vera áfram úti og það voru nokkrir möguleikar í stöðunni en um leið og ég hitti forráðamenn Randers og ræddi við þá um hugmyndir var svo sem ekki mikið eftir. Randers hefur byggt upp flott félag á undanförnum árum með Colin Todd sem þjálfara sem hefur skilað gríðarlega góðu starfi. Aðstaðan hjá Randers er mjög góð, leikmannahópurinn er góður og ég lít á þessa ráðningu sem mikla áskorun fyrir mig. Það er gott að vera kominn strax aftur inn í hringiðuna því ef maður er of lengi frá getur verið erfitt að koma til baka í þessu starfi,“ sagði Ólafur.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert