Búast við 11 þúsund áhorfendum

Stefan Johansen og Ricardo Quaresma í vináttuleik Noregs og Portúgals …
Stefan Johansen og Ricardo Quaresma í vináttuleik Noregs og Portúgals um helgina. Portúgalir sigruðu 3:0. AFP

Norðmenn eiga von á mikið betri aðsókn á vináttulandsleikinn gegn Íslandi á Ullevaal í Ósló annað kvöld en í síðasta leik karlalandsliðsins þeirra í fótbolta en þá fengu þeir sína lökustu aðsókn í 24 ár.

Þegar Norðmenn tóku á móti Finnum í lok mars mættu aðeins 4.675 áhorfendur sem var það minnsta síðan 4.165 komu til að sjá leik gegn Færeyingum árið 1992.

Nú er áhuginn öllu meiri og talsmaður norska knattspyrnusambandsins sagði við Aftenposten í dag að vonast væri eftir um 11 þúsund áhorfendum. Þegar væri búið að selja rúmlega 9 þúsund miða.

Aftenposten segir að þetta megi rekja til þess að í hóp norska liðsins í dag séu nýir og áhugaverðir leikmenn, svo sem hinn 19 ára gamli Martin Samuelsen, leikmaður West Ham, sem væntanlega spili sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert