Nakinn Evrópumeistari stóð á höndum

Elstrup stendur á höndum í dag.
Elstrup stendur á höndum í dag. Ljósmynd/Twitter/Brooks Peck

Ólafur Kristjánsson þjálfari Randers og Hannes Þór Halldórsson markvörður horfðu í dag upp á afar furðulegt atvik þar sem fyrrum Evrópumeistari í knattspyrnu karla hljóp nakinn inn á leik þeirra í dönsku úrvalsdeildinni gegn Silkeborg.

Lars Elstrup heitir maðurinn og hans fyrsta verk er hann hafði hlaupið nakinn út á völlinn var að standa á haus, einhverra hluta vegna.

Elstrup þessi varð Evrópumeistari með Dönum árið 1992 og skoraði meðal annars Frökkum í 8-liða úrslitum keppninnar.

Elstrup skrifaði í tilefni dagsins athugasemd við frétt BT sem blaðið deildi á Facebook og skrifaði þar: „Lars Elstrup er á Facebook og þar er hægt að gerast vinur hans. Hann er í raun sætur og indæll maður“ sagði Elstrup um sjálfan sig í þriðju persónu.

Eftir að hafa lagt skóna á hilluna hefur Lars Elstrup nokkrum sinnum komist í kastljós fjölmiðla á undanförnum árum og ekki er það fótboltatengt. Fyrir málið í kvöld var hann dæmdur í 60 daga fangelsi vegna ofbeldismáls.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert